Námstími

Meistaranám að loknu grunnnámi er 90-120 einingar (ECTS). Miðað við full námsafköst er námstími að jafnaði 1½-2 ár, en hámarkstími til að ljúka meistaragráðu skal að jafnaði vera 2 ár þegar um er að ræða 90 eininga nám og 3 ár þegar í hlut á 120 eininga nám. Deild er heimilt að tiltaka í reglum sínum að nemandi geti frá upphafi verið skráður í hlutanám og er þá miðað við að hann ljúki 30 einingum á hverju háskólaári og náminu á 4 árum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is