Mat á doktorsritgerð

Reglur deilda eru mismunandi um það hvernig andmælendur eða aðrir sem að málinu koma vinna að mati sínu á doktorsverkefninu. Í sumum deildum er skipuð sérstök dómnefnd með einum manni úr doktorsnefnd, sem hvorki er umsjónarkennari né leiðbeinandi, öðrum hvorum andmælanda og einum tilnefndum af fastanefnd deildar og er hann að jafnaði formaður nefndarinnar. Almennt gildir að andmælendur fá ritgerðina í hendur með allnokkrum fyrirvara áður en fyrirhuguð vörn fer fram. Að tilskildum tíma liðnum er gert ráð fyrir að þeir hafi sent rökstudda umsögn til viðkomandi deildar, auk þess sem doktorsnemi fær afrit, um það hvort þeir telji að ritgerðin sé tæk til varnar að þeirra mati, ásamt ábendingum um breytingar, séu þær einhverjar. Forsendur þess að doktorsvörn sé haldin er að doktorsnemandi hafi gert viðunandi lagfæringar að mati andmælenda og leiðbeinanda.

Mikilvægt er að doktorsnemar kynni sér vel þær reglur sem gilda um lok doktorsnámsins og framlögn ritgerðar í þeirri deild sem þeir stunda námið.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is