Leiðbeining

Leiðbeinendur skulu stuðla að góðu og uppbyggilegu samstarfi við nemendur sína, enda er gagnkvæmt traust á milli leiðbeinanda og doktorsnema lykill að árangursríku doktorsnámi. Leiðbeinendur skulu ekki aðeins veita nemendum sínum faglega ráðgjöf heldur jafnframt leitast við að aðstoða þá við öflun styrkja til fjármögnunar námsins og við að öðlast þá almennu og faglegu færni sem getið er um hér að framan. Til að tryggja gæði leiðbeiningar skal hver leiðbeinandi að jafnaði ekki leiðbeina fleirum en fjórum doktorsnemum á hverjum tíma.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is