Inntaka

Til meistaranáms við Háskóla Íslands skal velja þá nemendur sem hafa staðið sig vel í grunnnámi og eru líklegir til að ná árangri í frekara námi og starfi. Val á meistaranemum skal fara fram á grundvelli námsárangurs í grunnnámi, faglegrar hæfni, jafnréttis og sanngirni. Kröfur um nauðsynlegar prófgráður og undirbúning fyrir meistaranám skulu vera skýrar og gegnsæjar og birtar á aðgengilegan hátt á vef Háskóla Íslands. Nánar er kveðið á um nauðsynlegar prófgráður og lágmarkseinkunn í sameiginlegum reglum Háskóla Íslands og í sérreglum deilda.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is