Skipulag doktorsnáms

Fræðasvið og deildir háskólans skipuleggja og bera faglega ábyrgð á doktorsnámi við skólann, efni þess, uppbyggingu og framkvæmd. Samkvæmt lögum um háskóla nr. 63/2006 og lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008 setur háskólaráð almennar reglur um doktorsnám og um vörn doktorsritgerða. Þessar almennu reglur eru í VI. kafla reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Þar kemur fram að fræðasviðum og deildum Háskólans er heimilt að skipuleggja doktorsnám í samræmi við þann ramma sem þar er settur. Nánari ákvæði um framhaldsnám eru í sérreglum fræðasviða og deilda um slíkt nám sem staðfestar eru af háskólaráði. Lærdómstitlar sem veittir eru við námslok eru tíundaðir í 55. gr. sameiginlegu reglnanna.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is