Rannsóknarumhverfi og alþjóðleg reynsla

Doktorsnámið skal fara fram í virku rannsóknarumhverfi í hópi viðurkenndra vísindamanna eða í nánum tengslum við slíkan hóp. Til að styrkja alþjóðlega skírskotun doktorsnámsins er æskilegt að doktorsnemar taki hluta af námi sínu og/eða að námið fari fram í samstarfi við viðurkenndan erlendan rannsóknaháskóla. Doktorsnemar skulu hafa tækifæri til að fylgjast með þróun og tileinka sér nýjungar og skiptast á upplýsingum og þekkingu við aðra doktorsnema og vísindamenn, m.a. með því að þeim sé auðveldað eftir föngum að dvelja hluta námstímans við erlenda háskóla eða rannsóknastofnanir og sækja erlendar ráðstefnur.

Skrifstofa alþjóðasamskipta Háskóla Íslands annast formleg samskipti Háskólans við erlendar menntastofnanir og veitir stúdentum, kennurum og deildum Háskólans ýmsa þjónustu varðandi alþjóðlegt samstarf.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is