Markmið doktorsnáms

Markmið doktorsnáms við Háskóla Íslands er að veita doktorsnemum þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að þeir geti stundað sjálfstætt vísindalegar rannsóknir, aflað nýrrar þekkingar og gegnt margvíslegum störfum á innlendum og erlendum vettvangi sem krefjast hæfni til að beita vísindalegum aðferðum. Til doktorsnema skulu gerðar kröfur um virka þátttöku í því vísindasamfélagi sem þeir hafa gerst aðilar að. Hæfniviðmiðum doktorsnámsins er nánar lýst í viðmiðum um æðri menntun og prófgráður sem gefin eru út af mennta- og menningarmálaráðherra.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is