Málstofur doktorsnema

Margar deildir Háskóla Íslands bjóða upp á málstofur fyrir sína doktorsnema. Markmiðið með málstofunum er fjölþætt, en nefna má tvennt. Annars vegar eru málstofurnar vettvangur fyrir almenna, sameiginlega umræðu um doktorsverkefnin og hins vegar fara þar fram umræður og kynning á margvíslegum málefnum sem snerta doktorsnemendur sameiginlega. Fyrirkomulag málstofa er mismunandi milli deilda.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is