Til að meta árangur af stefnu Háskóla Íslands um rannsóknir og nýsköpun verða eftirfarandi lykilmælikvarðar notaðir:
- Brautskráningarhlutfall doktorsnema, þ.e. hlutfall doktorsnema sem ljúka námi á tilsettum tíma (e. graduation rate).
- Brautskráningarhlutfall meistaranema.
- Fjöldi námskeiða á framhaldsstigi sem stendur nemendum á hverri námsleið til boða.
- Árleg fjölgun gæðabirtinga á hverju fræðasviði, þ.e. í ERIH-tímaritum, ISI-tímaritum og á öðrum ritrýndum vettvangi sem gerir strangar fræðilegar gæðakröfur, s.s. í bókum og bókaköflum.
- Árleg aukning tekna úr viðurkenndum rannsóknasjóðum.
- Fjöldi þverfræðilegra rannsóknaverkefna vísindamanna Háskóla Íslands sem hljóta styrk úr viðurkenndum rannsóknasjóðum.
- Fjöldi samninga við öfluga innlenda og erlenda samstarfsaðila.
- Fjöldi samstarfs- og þróunarverkefna með aðilum úr atvinnu- og þjóðlífi.
- Fjöldi einkaleyfaumsókna, veittra einkaleyfa og sprotafyrirtækja.
- Fjöldi annarra hagnýtingarverkefna (sem ekki leiða til stofnunar fyrirtækja og einkaleyfaumsókna).
- Fjöldi nýdoktora.