Nemandi sem lýkur meistaraprófi skal í fyrsta lagi búa yfir þekkingu innan fagsviðs fræðigreinar eða starfsgreinar. Í því felst að nemandi
- þekki fræðileg viðfangsefni og álitamál,
- hafi aflað sér þekkingar með rannsóknum og geti fært rök fyrir eigin úrlausnum,
- geti sett nýjustu þekkingu í samhengi á viðeigandi sérsviði,
- þekki til rannsóknaraðferða á sínu fræðasviði og hafi þekkingu á siðfræði vísinda.
Í öðru lagi skal nemandi við útskrift búa yfir þeirri leikni að geta beitt aðferðum og verklagi á sérsviði fræðigreina eða starfsgreina. Í því felst að nemandi
- hafi tileinkað sér viðeigandi vinnubrögð,
- hafi kunnáttu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum,
- geti skilið og tekist á við flókin viðfangsefni í faglegu samhengi,
- geti nýtt þekkingu sína og skilning í faglegri vinnu eða við starfsgrein,
- hafi náð tökum á viðeigandi tækja-, tækni- og hugbúnaði,
- geti aflað greint og metið vísindaleg gögn,
- sýni frumleika í þróun og nýtingu hugmynda,
- geti nýtt þekkingu sína, skilning og úrlausnarhæfni við nýjar og ókunnuglegar aðstæður eða í þverfaglegu samhengi sérsviðs fræðigreinar,
- geti þróað verkefni og sett í samhengi með aðferðum byggðum á kenningum sérsviðs fræðigreinar og/eða tilrauna,
- hafi getu til að samþætta þekkingu, eiga við flókin viðfangsefni og setja fram skoðun út frá tiltækum upplýsingum,
- geti beitt rannsóknaraðferðum með árangri og framkvæmt smærri rannsóknarverkefni,
- sé læs á rannsóknir og niðurstöður þeirra.
Í þriðja lagi skal nemandi við útskrift hafa þá hæfni að geta hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/eða frekara námi. Í því felst að nemandi
- hafi þróað með sér nauðsynlega námshæfni og sjálfstæð vinnubrögð til að geta tekist á við frekara nám,
- geti átt frumkvæði að verkefnum, stýrt þeim og axlað ábyrgð á vinnu einstaklinga og hópa,
- geti greint frá flóknum fræðilegum viðfangsefnum og/eða fræðilega rökstuddum niðurstöðum, einn eða í samstarfi við aðra, í áheyrn sérfræðinga og almennings,
- hafi hæfni til að setja fram og lýsa fræðilegum atriðum og rannsóknarniðurstöðum á erlendu tungumáli,
- geti tekið sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og rökstutt þær,
- geti metið sjálfstætt hvenær mismunandi greiningaraðferðir og flókið fræðileg atriði eiga við,
- geti miðlað tölulegum upplýsingum.