Inntaka

Leitast skal við að laða að doktorsnámi við Háskóla Íslands þá nemendur sem eru líklegastir til þess að taka frumkvæði í rannsóknum. Val á doktorsnemum fer fram á grundvelli faglegrar hæfni, jafnréttis og sanngirni. Almennt skal vera ljóst til hvers ætlast er af nemendum sem skrá sig í doktorsnám við Háskóla Íslands.

Reglur deilda kveða á um nauðsynlegar prófgráður sem krafist er til inngöngu í doktorsnám í hverju tilviki, um lágmarkseinkunn í undanfaranáminu ef það á við og um frekari skilyrði um inntöku, s.s. inntökupróf. Ekki er heimilt að taka akademískan starfsmann í deild í doktorsnám við viðkomandi deild.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is