Ulrike Felt: Samfélagsleg ábyrgð og heilindi í háskólarannsóknum / Responsibility and integrity in research

"A call for an engaged and responsible university: Wishful thinking or feasible practice?"

Ulrike Felt, prófessor við Vínarborgarháskóla, heldur annað erindið í fyrirlestraröð Háskóla Íslands um heilindi í háskólarannsóknum (e. Research Integrity) þriðjudaginn 25. september nk. kl. 15.00-16.30 á Litla torgi.

Í fyrirlestrinum fjallar Ulrike um margbreytilegt og iðulega þversagnakennt hlutverk háskóla í nútímasamfélagi. Í því sambandi beinir hún sjónum að þeim áskorunum sem háskólar standa almennt frammi fyrir við að flétta saman virk tengsl við samfélag og atvinnulíf, akademískt frelsi og viðurkennd vísindaleg vinnubrögð.

Ulrike Felt er prófessor og forseti Félagsvísindadeildar Vínarborgarháskóla. Rannsóknir hennar beinast að vísindum og tækni og samspili við samfélagið. Ulrike Felt lauk doktorsprófi í kennilegri eðlisfræði frá Vínarborgarháskóla 1983. Næstu fimm ár lagði hún stund á rannsóknir við CERN rannsóknastofnunina í Genf. Að þeim tíma liðnum hóf hún störf við nýja stofnun, „Institute for Philosophy of Science and Social Studies of Science“ og árið 1997 lauk hún doktorsprófi hinu meira (e. habilitation). Ulrike Felt hefur víðtæka reynslu af rekstri alþjóðlegra rannsóknaverkefna og hefur hún verið gestaprófessor víða um heim. Hún hefur jafnframt ritstýrt virtum vísindatímaritum á sínu fræðasviði og veitt ráðgjöf á vettvangi Evrópusambandsins á sviði vísinda, tækni og samfélags.

Sætafjöldi er takmarkaður og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig á viðburðinn við fyrsta tækifæri. Frestur til skráningar rennur út mánudaginn 24. September. Skráning hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is