Kynningarfundur fyrir doktorsnema 5. október

Kynningarfundur fyrir nýja doktorsnema við Háskóla Íslands verður haldinn á Litla Torgi fimmtudaginn 5. október nk. kl. 15.00-17.00. Á fundinum munu fulltrúar eininga innan skólans sem tengjast doktorsnámi kynna starfsemi sína og þá þjónustu og stuðning sem þær veita doktorsnemum.

Þetta eru Miðstöð framhaldsnáms, Félagsvísindastofnun, Vísinda- og nýsköpunarsvið, Skrifstofa alþjóðasamskipta, Kennslumiðstöð, Landsbókasafn – háskólabókasafn, Náms- og starfsráðgjöf og Fedon, Félag doktorsnema og nýdoktora / Stúdentaráð.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is