Fastanefndir

Í hverri deild, sem hefur heimild háskólaráðs til að brautskrá doktorsnema, skal starfa sérstök fastanefnd, sem fer með málefni námsins. Hlutverk fastanefndar er m.a. að fjalla um umsóknir og samþykkja breytingar á námsáætlun og sinna öðrum málum sem deild kann að fela henni. Fastanefndir deilda skulu hafa samráð sín á milli um framboð námskeiða á doktorsstigi og vera tengiliðir við Miðstöð framhaldsnáms. Heimilt er að hafa eina sameiginlega fastanefnd fyrir fræðasvið í heild sem skipuð er einum fulltrúa hverrar deildar. Fastanefnd fræðasviðs getur gegnt hlutverki fastanefnda deilda fræðasviðsins og komið í þeirra stað eða verið samráðsnefnd fastanefnda deildanna og er þá skipuð formönnum þeirra. Fastanefnd fræðasviðs eða samráðsnefnd fastanefnda deilda annast þá tengsl við Miðstöð framhaldsnáms. Um fyrirkomulag fastanefnda er nánar kveðið í sérreglum fræðasviða og deilda um doktorsnám.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is