Þeir sem sitja í doktorsnefndum eða eru andmælendur skulu hafa doktorspróf eða jafngildi þess. Hæfnisdómur fyrir starf prófessors getur komið í stað doktorsprófs. Æskilegt er að þeir uppfylli að auki aðrar kröfur sem gerðar eru til leiðbeinenda í doktorsnámi. Jafnframt er æskilegt að andmælendur starfi utan Háskóla Íslands.
Í doktorsnefnd skal a.m.k. einn fulltrúi vera utanaðkomandi, þ.e. ekki vera akademískur starfsmaður í viðkomandi deild.
Til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur skulu aðilar sem leggja mat á doktorsverkefni, s.s. doktorsnefnd og andmælendur, ekki vera tengdir viðkomandi doktorsnema.
Síða uppfærð / breytt 4. June 2014. Númer síðu: 203