Efnisyfirlit árlegrar námsframvinduskýrslu

Doktorsnemi skilar í upphafi hvers ár til viðkomandi deildar/fræðasviðs námsframvinduskýrslu í samræmdu formi sem staðfest er af leiðbeinanda. Deildir/fræðasvið skila afriti af skýrslunni til Miðstöðvar framhaldsnáms fyrir 1. febrúar. Í námsframvinduskýrslunni skulu koma fram eftirtalin atriði:

 1. Nafn og fæðingardagur doktorsnema.
 2. Upphaf doktorsnáms skv. námsáætlun.
 3. Nafn leiðbeinanda.
 4. Heiti og stutt lýsing doktorsverkefnis.
 5. Fjöldi eininga (ECTS) sem lokið var á undangengnu ári og heildarfjöldi lokinna eininga frá upphafi náms.
 6. Stutt greinargerð fyrir fundum með leiðbeinanda á undangengnu ári, s.s. um fjölda funda, gögnum sem lágu fyrir fundum, teknum ákvörðunum o.s.frv.
 7. Stutt greinargerð fyrir framvindu doktorsverkefnisins á undangengnu ári.
 8. Birt rit- og/eða hugverk undangengins árs.
 9. Þátttaka í málstofu doktorsnema á undangengnu ári.
 10. Þátttaka í innlendum og/eða erlendum ráðstefnum á undangengnu ári.
 11. Kennslustörfum á undangengnu ári.
 12. Stöðu og horfum varðandi fjármögnun námsins.
 13. Námsaðstöðu.
 14. Áætluðum námslokum.
 15. Öðru sem doktorsnemi vill koma á framfæri.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is