Efnislegar kröfur til fræðasviða, deilda og þverfræðilegra námsleiða í doktorsnámi

  • Doktorsnemum skal boðið upp á rannsóknar- og vinnuaðstöðu sem er fullnægjandi fyrir verkefni þeirra.
  • Doktorsnemum skal tryggður reglulegur aðgangur að leiðbeinendum.
  • Doktorsnám skal, eftir því sem við á, vera í tengslum við erlendan háskóla, t.d. þannig að neminn taki hluta námsins við hann eða fulltrúi hans sitji í doktorsnefndinni.
  • Doktorsnemar skulu eiga þess kost að sitja vísindaráðstefnur og kynna verkefni sín þar.
  • Doktorsnemum skulu standa til boða reglubundnar málstofur og skipulegur vettvangur fyrir umræðu og kynningu á verkefnum sínum.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is