Doktorsnefndir

Doktorsnefnd er skipuð um doktorsnám hvers nemanda. Í henni eru 3-5 sérfróðir menn sem deild skipar og skal a.m.k. einn þeirra ekki vera starfsmaður viðkomandi deildar í fullu starfi. Hlutverk doktorsnefndar er að fylgjast með að framgangur námsins sé í samræmi við námsáætlun, tryggja fagleg gæði rannsóknavinnunnar í samræmi við reglur deildar. Hún kveður doktorsnemann á sinn fund eftir því sem þurfa þykir. Um miðbik námsins skal nefndin prófa nemandann í almennri fræðilegri þekkingu og rannsóknaraðferðum á viðkomandi sviði. Áður en til doktorsvarnar getur komið skilar doktorsnefndin rökstuddu áliti til deildar um það hvort veita skuli doktorsnema kost á að leggja ritgerð fram til doktorsvarnar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is