Árleg námsframvinduskýrsla

Doktorsnemi skal árlega skila til viðkomandi deildar/fræðasviðs námsframvinduskýrslu sem staðfest er af leiðbeinanda. Deildir/fræðasvið skila afriti af henni til Miðstöðvar framhaldsnáms. Í skýrslunni skal m.a. gerð grein fyrir framvindu doktorsverkefnisins, einingum (ECTS) sem lokið er, fundum doktorsnema og leiðbeinanda, birtum ritverkum, þátttöku í ráðstefnum, kennslustörfum, fjármögnun námsins og áætluðum námslokum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is